fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Meintur morðingi mættur í dómsal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. október 2023 09:42

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru hafin réttarhöld yfir Maciej Jakub Talik, 39 ára gömlum manni, sem talinn er hafa myrt samlanda sinn, Jaroslaw Kaminski, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn. Réttarhöldin eru í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði.

Atburðurinn átti sér stað í leiguhúsnæði sem þeir Jaroslaw og Maciej deildu, í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, nánar tiltekið við götuna Drangahraun. Í ákæru er verknaðinum lýst svo:

„…með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2023 í íbúð við x í Hafnarfirði, svipt A, kennitala a, lífi, með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð,
háls og búk en sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstsins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað með kjölfarandi umfangsmikilli blæðingu inn í gollurshúsið og vinstri fleiðruna en A lést af völdum áverkans á hjartað.“

Sjá einnig: Morðið í Drangahrauni – Maðurinn sem talinn er hafa banað Jaroslaw ákærður og nafngreindur

Jaroslaw Kaminski var á fimmtugsaldri. Hann hafði búið lengi á Íslandi og naut virðingar meðal fyrrverandi samstarfsmanna og víðar. Hann þótti dugnaðarmaður og góður fjölskyldufaðir. Ástæða morðsins er enn með öllu ókunn. Jaroslaw stefndi á að flytja aftur til Póllands, samkvæmt því sem ekkja hans segir, en hún býr í Póllandi.

Hún ræddi við DV í sumar:

Eiginkona mannsins sem myrtur var í Drangahrauni ósátt við dóttur hans og lögregluna – Segist hafa nýjar upplýsingar í málinu

Konan heitir Ewa segist ekki hafa hugmynd um morðástæðuna og sagðist ekki vita til þess að Jaroslaw og Maciej  hafi átt í deilum.

DV fylgist með réttarhöldunum yfir Maciej og mun greina frá efni þeirra í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill