Breiðablik 0 – 2 Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson (’14)
0-2 Eggert Aron Guðmundsson (’55)
Eggert Aron Guðmundsosn var líklega að spila sinn síðasta leik hér heima í bili en hann er orðaður við lið erlendis.
Besta deild karla er nú lokið 2023 en lokaleikur deildarinnar fór fram í kvöld í Kópavogi.
Eggert hefur verið frábær í sumar fyrir Stjörnuna og skoraði tvennu í flottum 2-0 útisigri Stjörnumanna.
Úrslitin þýða að Stjarnan hafnar í þriðja sætinu á undan Blikum sem hefðu náð sætinu með sigri.