Stríð geisar í Ísrael og á Gaza-ströndinni eftir að hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu eldflaugaárásir á Ísrael á laugardagsmorgun og tóku fjölda manns í gíslingu, að virðist óbreytta borgara í meirihluta. Ísraelsmenn hafa svarað með grimmilegum loftárásum á Gaza-ströndinni og eru nú að rýma íbúabyggðir þar.
Meðfylgjandi eru myndbönd sem talin eru vera frá gíslatökunni á laugardagsmorgun. Myndböndin gætu vakið óhug og viðkvæmum er ráðið frá því að horfa á þau.