fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Heimili Drífu var innsiglað sem rannsóknarvettvangur – ,,Sögusagnir sem flæktu málin mjög mikið og svertu minningu Halla og fjölskyldunnar“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2023 13:00

Drífa og Halli á brúðkaupsdeginum í júní árið 2016. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Drífu Bjarkar Linnett Kristjánsdóttur breyttist varanlega sunnudaginn 6. febrúar árið 2022. Þá missti hún eiginmann sinn, Harald Loga Hrafnkelsson, í slysi af völdum eldsvoða í bílskúr heimilis þeirra á Tenerife. Litlu munaði að fleiri í fjölsyldunni yrðu brunanum að bráð. Drífa ræðir þessa erfiðu reynslu, áfallið, sorgina, heimilismissinn, vinaslit, dómstól götunnar og uppbyggingu nýs lífs í nýjasta þætti hlaðvarps Einars Bárðarsonar, Einmitt.  Drífa og Halli Logi voru með rekstur á Íslandi, heildsöluna Reykjavík Warehouse og sumarveitingastað og tjaldsvæðið í Hraunborgum. Þau voru komin með annan fótinn til Tenerife og ráku þar kaffibarinn Backyard í verslunarmiðstöð yfir veturinn.Einar minnist á einstakan dugnað Drífu og systkina hennar og hún lýsir æsku sinni þannig að hún hafi átt föður sem minnti á Gísla á Uppsölum; sveitadurg og hann kunni allt, af gamla skólanum og bjó á sama blettinum allt sitt líf. „Svo var mamma með þetta rosalega viðskiptavit og kjarnakona. Ég er alin upp í þessu umhverfi og forréttndi sem er ekki hægt að taka úr mér!“Fjölskyldan saman á vöktum

Þegar Drífa kynntist Halla var hún fasteignasali og hann starfaði hjá Birtíngi og Íslandsbanka. Heildsalan stofnuð í bílskúrnum hjá þeim eftir að þau hófu búskap. Þau áttu sumarbústað í Hraunborgum og þeim fannst vanta meiri metnað í rekstur veitingastaðarins þar. „Halli var ekki alveg til í það fyrst en gaf sig og börnin fengu sitt hlutverk og við vorum saman á vöktum. Þegar Halli dó breyttist þetta og við urðum því miður að selja. Það var erfitt skref að sleppa tökunum á þessu en á sama tíma eina vitið.“Saman áttu Drífa og Halli börnin Harald Loga yngri og Björku Linnet, en Drífa átti áður dótturina Söru Jasmín sem Halli ól upp sem eigin dóttur. Árið 2008 fór fjölskyldan saman í frí til Tenerife og Drífa sá tækifæri alls staðar. Tíu árum síðar voru þau með mjög margt á sinni könnu og yngsta barnið á leikskóla. „Þá sá ég tækifæri til að vera meira með Björku og kenna henni annað en að vinna. Íslensk kona auglýsti hús til leigu á Tenerife í þrjá mánuði og Halli hvatti mig til að fara út og þar var vorum við tvær saman í níu mánuði og strákanir komu oft út til okkar. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir mig. Miklu meiri ró samhliða fjarvinnunni. Halli sinnti öðru heima. Þetta endaði með því að við fluttum öll út, í annað hús, krakkarnir komnir í skóla þar og svo unnum við í Hraunborgum á sumrin.“Bruninn og aðdragandinn

Drífa segir í viðtalinu í sláandi smáatriðum frá aðdraganda sviplegs fráfalls fjölskylduföðurins eftir að hún hafði farið heim á undan honum úr stórafmæli vinar þeirra. „Halli kom heim lyklalaus eftir að við vorum sofnuð. Hann vildi ekki vekja okkur og sofnaði í öðrum bílnum. Þetta var í febrúar og orðið dálítið kalt og hann ræsti því bílinn og sofnaði. Öll atburðarásin náðist í öryggismyndavélum.“ Vegna galla í framleiðslu bifreiða af þessari árgerð og tegund voru 47 þúsund slíkar innkallaðar af umboðin, en þetta var bílaleigubíll og eigandi bílaleigunar hafði ekki sinnt því.  Allt í einu stendur Drífa í þeim sporum að sjá heimilið sitt brenna, orðin fúl út í eiginmanninn sem hafði ekki skilað sér heim en á sama tíma með áhyggjur af honum. Húsið þeirra var innsiglað sem rannsóknarvettvangur og fjölskyldan flutti á hótel, þar sem Drífa þurfti að færa börnunum sorgarfréttirnar og mæta í skýrslutökur í áfalli. Fjölmiðlar ytra voru byrjaðir að birta myndir af húsinu.Dómstóll götunnar bætti gráu ofan á svart „Svo komu alls kyns sárar sögusagnir sem flæktu málin mjög mikið og svertu minningu Halla og fjölskyldunnar. Fólk er enn að ræða í matarboðum og segja að Halli hafi verið tengdur mafíustarfsemi. Allt í einu er lítill kaffistaður í miðju molli orðinn að rússneskum næturklúbbi þar sem seld eru vopn. Raunverulegir vinir okkar eru meðal þeirra sem hafa dreift slíku og ég hef þurft að taka vel til í mínum vinahópi eftir þetta.“Fasteignasali og fjárfestir

Drífa og börnin eru búin að mæta miklu mótlæti í sínu sorgarferli en standa sig ótrúlega vel.  Drífa er aftur orðin fasteignasali á Spáni og einnig fjárfestir. Hún er að reyna að koma fjölskyldunni upp heimili á ný, ná áttum og taka ákvarðanir fyrir marga. „Það hefur fylgt mér að vera hluti af einhverju sjálfbætandi og mannbætandi og ég hef alltaf einblínt á leiðir til góðs lífs. Maður er til dæmis alltaf á réttri leið í bataferli í sorginni þegar maður leyfir tilfinningum að koma þegar þær eiga að koma. Leyfir ferlinu að gerast. Og því er erfitt þegar fólk vill gefa manni vel meint óumbeðin ráð. Þetta þarf að allt að hafa sinn tíma. Þetta fólk hefur ekki verið í þessum sporum og ég hef alveg staðið mig vel hingað til.“Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað