Jude Bellingham hefur byrjað stórkostlega fyrir sitt nýja félag, Real Madrid, eftir að hafa komið í sumar.
Bellingham hefur verið besti leikmaður spænsku deildarinnar hingað til og er markahæstur með tíu mörk.
Það voru ekki margir sem bjuggust við þeirri tölfræði er Englendingurinn var keyptur frá Dortmund í sumarglugganum.
Vinicius Junior, leikmaður Real, segir að Bellingham hafi fæðst til að spila fyrir stærsta félag heims.
,,Bellingham fæddist til að spila fyrir Real Madrid, það er alveg á hreinu,“ sagði Vinicius við blaðamenn.
,,Ég vona að við getum spilað saman í mörg ár og við erum allir hæstánægðir með hann sem liðsfélaga.“