Atletico Madrid ætlar ekki að gera liði Barcelona neina greiða þegar kemur að stórstjörnunni Joao Felix.
Felix hefur byrjað tíma sinn hjá Barcelona virkilega vel en hann átti erfitt uppdráttar um tíma hjá Atletico.
Portúgalinn var lánaður til Barcelona í sumar frá Atletico en hann kostðai 113 milljónir punda árið 2019.
Atletico ætlar að heimta 80 milljónir evra fyrir Felix um fjórum árum seinna en ólíklegt er að Barcelona borgi þá upphæð.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og verður afskaplega erfitt fyrir félagið að borga svo mikið fyrir sóknarmanninn.