Scott McTominay, leikmaður Manchester United, fékk auka innblástur eftir að hafa horft á sjónvarpið á föstudagskvöld.
McTominay átti leik lífs síns í gær í 2-1 sigri á Brentford og skoraði tvö mörk í uppbótartíma til að tryggja sigur.
Á föstudagskvöldinu horfði McTominay á heimildarþættina um David Beckham á Netflix sem gáfu honum auka kraft fyrir innkomuna í gær.
,,Ég get ekki útskýrt hvernig mér leið eftir seinna markið,“ sagði McTominay eftir leikinn.
,,Ég horfði á heimildarþættina um David Beckham í gærkvöldi og það var hægt að sjá sögu félagsins og fólkið sem kom að henni.“
,,Þetta er hvatning fyrir leikmennina, Kath í móttökunni, búningastjórarnir, allir sem koma að félaginu. Það er svo mikilvægt að við stöndum saman og gerum þetta fyrir fólkið. Ég er sjálfur aðdáandi og vill gera vel.“