Jadon Sancho gæti verið með líflínu í janúarglugganum en hann vill komast burt frá Manchester United.
Sancho er á 350 þúsund pundum á viku en á ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu undir Erik ten Hag.
Juventus ku vera opið fyrir því að semja við Sancho en eru tilbúnir að fá hann á láni og borga helming launa hans út tímabilið.
Juventus gæti svo fengið möguleika á að gera skiptin endanleg næsta sumar fyrir 60 milljónir punda.
Sancho kostaði 73 milljónir fyrir tveimur árum síðan en hann hafði gert flotta hluti með Dortmund í Þýskalandi.