Nokkrir Íslendingar voru á skotskónum í Evrópu í dag en fjölmargir leikir voru spilaðir í mismunandi löndum.
Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem vann flottan 3-2 sigur á Parma í B deild Ítalíu.
Mikael skoraði mikilvægt mark í sigrinum en hann komst á blað á 78. mínútu og gerði þar þriðja markið.
Willum Þór Willumsson átti þá flottan leik fyrir GA Eagles í Hollandi og skoraði bæði og lagði upp í 4-0 sigri á Heracles.
Jónatan Ingi Jónsson var þá í liði Sogndal og skoraði fyrsta markið í 2-1 sigri á Moss í næst efstu deild Noregs.