Fréttakonan Youmna El Sayed var í beinni útsendingu frá Gaza á sjönvarpsstöðinni Al Jazeera, þegar ísraelski herinn gerði loftárás á háhýsi fyrir aftan hana í dag.
Árásin er liður í viðbrögðum Ísraela við árásar Hamasliða á Ísrael, 50 árum frá Yom Kippur stríðinu.
Youma El Sayed var að lýsa þeim fjölda eldflauga sem skotið hafði verið á Gaza, þegar eldflaug lenti á háhýsinu fyrir aftan hana.
Fyrsta sprengjan var líklega aðvörun, því nokkrum mínútum síðar var byggingin jöfnuð við jörðu.