fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sigurveig er á lífi en ófundin – Þorvaldur með hjartnæm skilaboð til systur sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. október 2023 22:46

Sigurveig Steinunn Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurveig Steinunn Helgasdóttir, 26 ára kona sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum undanfarna daga, er á lífi. Hins vegar veit fjölskylda hennar ekki hvar hún er niðurkomin né í hvernig ástandi hún er.

Þetta kom fram í samtali DV við bróður hennar, Þorvald Sigurbjörn Helgason. „Við vitum þetta af því hún hefur verið að svara skilaboðum frá öðru fólki en okkur,“ segir Þorvaldur í samtali við blaðamann.

Sigurveig fór að heiman frá sér á aðfaranótt þriðjudags og síðan hefur fjölskylda hennar ekkert heyrt frá henni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hana. „Við vitum að hún er á lífi en við vitum ekki hvar hún er né í hvernig ástandi hún er,“ segir Þorvaldur.

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. Mynd: Tibor Czito.

Hann segir jafnframt með tilfinningaþrunginni röddu: „Við elskum hana, þráum að hitta hana aftur og viljum fá hana heim.“ Þorvaldur birtir sömu skilaboð til systur sinnar í Facebookfærslu fyrr í kvöld:

„Vegna þess að margir eru að hafa samband viljum við fjölskyldan greina frá því að samkvæmt því sem við höfum heyrt er Sigurveig á lífi. Við vitum hinsvegar ekki hvar hún er eða hvernig hún hefur það og hún hefur ekki haft beint samband við okkur. Við fjölskyldan erum innilega þakklát fyrir allan stuðninginn og viljum sérstaklega þakka Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir þeirra ómetanlegu hjálp. Sigurveig, við söknum þín og elskum og vonum að þú komir heim sem fyrst.“

Sigurveig er 170 cm á hæð og mjög grannvaxin. Ekki er vitað með vissu um klæðaburð hennar en líkur eru á að hún hafi verið klædd í svarta síða úlpu með hettu er hún fór að heiman.

Þau sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigurveigar eru beðin um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks