Albert Guðmundsson var á meðal bestu manna Genoa í kvöld er liðið mætti stórliði AC Milan.
Albert hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu en komst ekki á blað að þessu sinni.
Genoa þurfti að sætta sig við tap á heimavelli og missti markmann sinn útaf undir lok leiks.
EKki nóg með það heldur fékk Mike Maignan, markmaður AC Milan, einnig að líta rauða spjaldið.
Genoa er í 15. sæti með átta stig úr átta fyrstu leikjunum.