Það vantaði ekki upp á dramatíka er Manchester United mætti Brentford á heimavelli í enskiu úrvalsdeildinni í dag.
Það stefndi allt í að heimaliðið myndi tapa þessari viðureign en staðan var lengi vel 1-0 fyrir Brentford.
Á 87. mínútu gerði Erik ten Hag, stjóri Man Utd, breytingu og ákvað að setja miðjumanninn Scott McTominay inná.
McTominay gerði sér lítið fyrir og átti eftir að skora tvö mörk í uppbótartíma til að tryggja ótrúlegan 2-1 heimasigur.
Chelsea fór mikinn gegn Burnley á útivelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks skoruðu bláklæddu fjögur og unnu flottan sigur.
Everton vann þá Bournemouth 3-0 og Fulham lagði Sheffield United nokkuð þægilega.
Man Utd 2 – 1 Brentford
0-1 Mathias Jensen(’26)
1-1 Scott McTominay(’90)
2-1 Scott McTominay(’90)
Burnley 1 – 4 Chelsea
1-0 Wilson Odobert(’15)
1-1 Ameen Al-Dakhil(’42, sjálfsmark)
1-2 Cole Palmer(’50, víti)
1-3 Raheem Sterling(’65)
1-4 Nicolas Jackson(’74)
Everton 3 – 0 Bournemouth
1-0 James Garner(‘8)
2-0 Jack Harrison(’37)
3-0 Abdoulaye Doucoure(’60)
Fulham 3 – 1 Sheffield Utd
1-0 Bobby Reid(’53)
2-0 Antonee Robinson(’68, sjálfsmark)
3-0 Wes Foderingham(’76, sjálfsmark)