fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Smáragarður byggir 10.000 m2 verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ fyrir Krónuna og BYKO

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. október 2023 11:50

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO og Guðmundur H. Jónsson stjórnarformaður Smáragarðs tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að byggingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta skóflustungan að 10.000 m2 verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ var tekin í gær. Byggingaraðili húsnæðisins er Smáragarður ehf. Þau Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO og Guðmundur H. Jónsson stjórnarformaður Smáragarðs tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að byggingunni að viðstöddum fulltrúum Reykjanesbæjar og þeirra fyrirtækja sem að framkvæmdinni koma.Í fréttatilkynningu kemur fram að húsið verður tekið í notkun árið 2025 og mun það hýsa stórverslanir Krónunnar og BYKO auk þess sem aðrir leigutakar munu koma inn á seinni stigum. „Reykjanesbær tekur þessari uppbyggingu hjá Smáragarði fagnandi. Þetta eru hvoru tveggja stórar og vinsælar verslanir og mikilvægir þjónustuaðilar fyrir ört stækkandi samfélag hér á Suðurnesjum,“ segir Kjartan Már, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Við erum virkilega spennt fyrir því að opna nýja og glæsilega verslun Krónunnar á Fitjabraut á árinu 2025. Við eigum frábæra viðskiptavini á Suðurnesjum og viljum leggja okkur öll fram um að færa þeim þessa sönnu Krónuupplifun. Með stærra verslunarrými mega viðskiptavinir  búast við því að hin nýja verslun verði rúmgóð og björt, með auknu vöruúrvali á sem hagstæðasta verði þar sem umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Við munum einnig bjóða upp á „take-away“ staði og rétti inni í versluninni líkt og í öðrum stærri verslunum Krónunnar, ásamt því að gera viðskiptavinum kleift að panta sínar matvörur heim eða sækja þær í verslunina í gegnum Krónuappið. Þetta verður spennandi nýjung fyrir viðskiptavini okkar á svæðinu sem mun eflaust hjálpa mikið til við gera lífið einfaldara í amstri dagsins,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO segir að um gríðarlega stórt skref og spennandi verkefni sé að ræða fyrir starfsemi BYKO á Suðurnesjum. „Við þessa ákvörðun erum við að setja niður enn eina vörðuna í farsælli sögu BYKO. Undanfarin ár hafa einkennst af mikilli uppbyggingu á svæðinu og framtíðarsýn bæjarins og þeirrar atvinnustarfsemi sem þar er að finna er einfaldlega það metnaðarfull og kraftmikil að við erum að mæta henni með nýrri verslun og þjónustu.“BYKO hefur verið með starfsemi í Reykjanesbæ síðan 1996 í frekar þröngum aðstæðum.  „Það mun breytast við opnun þessarar glæsilegu verslunar í 5.700 m2 rými undir þaki sem er meira en tvöföld stærð núverandi verslunar og útisvæðis. Það má eiginlega líkja þessu við að fara úr tjaldi í hjólhýsi. Byggingin verður Breeam-vottuð sem samræmist okkar framtíðarsýn um sjálfbærni. Uppbygging verslunarinnar miðar að því að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina og starfsfólks með loforðið „Það er einfaldast að versla í BYKO“ að leiðarljósi, umvafin gildunum okkar sem eru gleði, framsækni og fagmennska,“ segir Sigurður.Smáragarður er fasteignafélag sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir viðamikilli uppbyggingu á atvinnuhúsnæði víða um land sem félagið á og leigir út til viðskiptavina sinna. Að sögn Sigurðar E. Ragnarssonar framkvæmdastjóra Smáragarðs er enn þá um 1.700 m2 rými laust í húsinu sem verður leigt út í einu lagi eða í tveimur til þremur smærri rýmum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks