fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Áhöfn PLAY valin sú besta að mati lesenda USA Today

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. október 2023 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfn flugfélagsins PLAY er sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Þetta er niðurstaða kosningar sem fór fram á vegum USA Today 10Best, og kynnt var í gær, þar sem PLAY var tilnefnt ásamt þekktustu flugfélögum heimsins.Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði með þeirri áhöfn sem þeim þykir bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific.

USA Today er dagblað sem gefið er út á prent og stafrænu formi. Fjölmiðillinn nær til 68 milljóna notenda í mánuði hverjum sem gerir USA Today að einum af stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna.

„Þetta er sannarlega stórkostlegur heiður sem áhöfninni okkar er sýndur. Að vera valin besta áhöfnin úr þessum fríða hópi sem var tilnefndur er afrek sem við hjá flugfélaginu erum ákaflega stolt af. Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek sem hvetur okkur til dáða til að halda áfram því frábæra starfi sem PLAY hefur skilað,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

PLAY flýgur til 38 áfangastaða beggja vegna Atlantshafsins árið 2023 og státar af tíu farþegaþotum af gerðinni Airbus A320/321neo í flota sínum, sem er jafnframt sá yngsti í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir