Moises Caicedo varð ringlaður undir lok sumargluggans eftir tilboð frá Liverpool sem barst nokkuð óvænt.
Liverpool ákvað að berjast við Chelsea um leikmanninn en hann ákvað að lokum að semja við það síðarnefnda fyrir 115 milljónir punda.
Umboðsmaður Caicedo, Manuel Sierra, segir að Caicedo hafi ekki verið viss um tíma og hvar hann myndi enda fyrir komandi tímabil.
Caicedo var á mála hjá Brighton og vildi komast burt en Liverpool jafnaði tilboð Chelsea áður en þeir bláklæddu buðu enn hærri upphæð sem dugði til.
,,Þegar Liverpool kom með þetta tilboð til okkar, Moises varð ringlaður og ég varð sjálfur ringlaður,“ sagði Sierra.
,,Chelsea var allan tímann í eyranu á okkur að biðja okkur um að koma, þeir vildu fá svar á næsta klukkutímanum svo við gætum sagt Brighton fréttirnar.“
,,Þeir vildu jafna tilboð Liverpool og svo tóku við tveir dagar í viðræðum.“