Chelsea er víst tilbúið að taka algjöra U-beygju og er reiðubúið í að semja aftur við miðjumanninn conor Gallagher.
Gallagher á 18 mánuði eftir af samningi sínum í London og var sterklega orðaður við brottför í sumar.
Chelsea reyndi að selja Gallagher án árangurs í sumar en Tottenham, Bayern Munchen og West Ham sýndu áhuga.
West Ham var eina liðið sem bauð í Gallagher en upphæðin var ekki nógu há og hafnaði Chelsea því boði.
Gallagher hefur staðið sig ágætlega á þessu tímabili og er Chelsea nú að undirbúa nýtt samningstilboð sem kemur mörgum á óvart.
Um er að ræða uppalinn strák en hann hefur borið fyrirliðabandið nokkrum sinnum á tímabilinu hingað til.