Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest það að Thiago Alcantara sé ekki að snúa aftur á völlinn þessa helgina.
Liverpool spilar við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun en Thiago verður ekki klár í slaginn fyrir þá viðureign.
Miðjumaðurinn var nálægt því að snúa aftur en því miður fyrir Liverpool hefur hann meiðst lítillega á ný.
Thiago hefur ekki spilað leik fyrir Liverpool síðan í febrúar á þessu ári er liðið tapaði 3-0 gegn Wolves.
,,Þetta er bara pirrandi fyrir hann, sérstaklega fyrir hann. Hann hefur tvisvar lent í þessu á bataveginum,“ sagði Klopp.
,,Þetta er ekki risastórt en nóg til að hann geti ekki spilað. Þetta eru ekki sömu meiðsli en þau eru svipuð.“