Það eru fáir sem hafa fengið eins góð viðbrögð í Bandaríkjunum og þegar David Beckham ákvað að flytja til landsins.
Beckham er enn búsettur í Bandaríkjunum en hann gerði samning við LA Galaxy árið 2007 og flutti þar með fjölskyldu sinni.
Í dag er Beckham hættur í fótbolta en hann er eigandi Inter Miami sem leikur í MLS deildinni, efstu deild landsins.
Beckham fékk í raun ótrúlegar móttökur er hann mætti til Bandaríkjanna en sérstakt teiti var haldið til að fagna hans komu.
Stjörnur á borð við Tom Cruise, Will Smith, Stevie Wonder, Bruce Willis, Matthew Perry og Jim Carrey létu sjá sig en farið er yfir atburðinn í nýjum Netflix þáttum sem bera heitið ‘Beckham.’
Það voru Smith og Cruise sem áttu hugmyndina en um er að ræða tvo heimsfræga leikara sem hafa gert það gott á græna tjaldinu í mörg ár.
,,Ég veit ekki hvað ég á að segja, er þetta eðlilegt?“ er haft eftir Beckham á þessum tíma.