fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Keppandi tekinn á teppið fyrir að taka glórulausa áhættu sem kostaði hann gífurlega

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppandi í spurningaþættinum vinsæla Jeopardy! var hafður að háði og spotti í vikunni, en aðdáendur þáttanna botna engan veginn í hvað vakti fyrir honum.

Maður að nafni John var að standa sig vel og var kominn í lokaumferðina. Hann var þar í öðru sæti keppenda, með 2 milljónir vantaði 1,2 milljón til viðbótar til að hreppa fyrsta sætið. Þá var borin upp vísbending, og mikið í húfi. Enginn af keppendunum í lokaumferðinni náði að giska á rétt svar, nema John. En hann hafði tekið þá furðulegu ákvörðun að leggja ekkert undir svarið, og þar með náði hann ekki að vinna.

Vísbendingin var í flokknum „innflytjendur í Bandaríkjunum“ og vísbendingin gef upp að hér væri spurt um mann sem hefði árið 1904 haft eitthvað með tiltekin verðlaun að gera.

Tveir keppendur giskuðu á að hér væri spurt um Alfred Nobel. En Alfred lést árið 1896 og þó svo hann hafi starfað í Bandaríkjunum taldist hann ekki innflytjandi.

Þá var komið að John sem giskaði réttilega á að hér væri rætt um stofnanda virtu blaðamannaverðlaunanna, Joseph Pulitzer.

Þáttastjórnandi staðfesti að hér væri komið fram rétt svar og spurði John hvort hann vildi bæta við veðmálið. Svo áttaði þáttastjórnandi sig. „Nei það gerirðu víst ekki. Þú lagðir ekkert undir. Áhugavert.“

Keppandinn í fyrsta sæti sem svaraði rangt hafði lagt 700 þúsund undir, og þrátt fyrir að hafa misst það með röngu svari þá náðu hún að halda fyrsta sætinu þar sem John hafði engu veðjað.

Aðdáendur voru gáttaðir.

„Hvílíkur þöngulhaus hann John,“ skrifaði einn reiður aðdáandi. „Hann var með rétt svar og sigurinn innan seilingar, en hann lagði ekkert undir. Þessum sigri var kippt undan honum.“

Annar skrifaði: „Það hlýtur að vera sárt að tapa, en það hlýtur að vera virkilega sért að tapa því þú varst rola.“

„John verður tekinn á teppið fyrir að taka svona slæma ákvörðun. Ég skal byrja,“ skrifaði enn einn.

Aðrir veltu því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum John væri yfirhöfuð að taka þátt í svona keppni ef hann ætlaði ekki einu sinni að reyna að vinna. Kannski hafi hann fengið nóg?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“