Um helgina fer fram lokaumferðin í Bestu deild karla þar sem Víkingur tekur á móti Íslandsmeistaraskildinum. Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann. Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýjung að afhjúpa hvaða fjórir leikmenn voru efstir í kjörinu áður en lokaumferðin fer fram og ákveðið var að gera það einnig í ár. Hér að neðan má finna nöfn þeirra leikmanna sem voru efstir eftir að kosningu lauk (nöfn leikmanna eru í stafrófsröð). Öll verðlaunin verða afhent í aðdraganda leikja kvöldsins.
Besti leikmaður Bestu deildar karla (efstu fjórir)
Birnir Snær Ingason – Víkingur
Eggert Aron Guðmundsson – Stjarnan
Emil Atlason – Stjarnan
Pablo Punyed – Víkingur
Efnilegasti leikmaður Bestu deildar karla (efstu fjórir)
Ahmad Faqa – HK
Benóný Breki Andrésson – KR
Eggert Aron Guðmundsson – Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson – Valur
Það hefur verið fastur liður í lok móta síðan 1984 að afhenda leikmönnum sem skara fram úr í efstu deild karla „Flugleiðahornin“. Fyrst þegar þessir frægu verðlaunagripir voru afhentir þá var Guðni Bergsson leikmaður Vals valinn efnilegasti leikmaðurinn og Bjarni Sigurðsson leikmaður ÍA valinn besti leikmaður deildarinnar.