Gylfi Þór Sigurðsson spilaði tæpan hálftíma þegar Lyngby var slátrað af Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson, íslenski miðjumaðurinn í liði Silkeborg skoraði þrennu.
Þrenna Stefáns kom á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik en mörkin komu með vinstri og hægri fæti og svo með skalla. Hin fullkomna þrenna.
Staðan var 4-0 fyrir Silkeborg í hálfleik en Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Birgir Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby. Leiknum lauk með 5-0 sigri Silkeborg.
Þriðja mark Stefáns var virkilega fallegt eins og sjá má hér að neðan.
Thordarson 🙋🏽♂️🎩 3 vanvittige mål på 9 min ⚽️⚽️⚽️ stærkt 👊🏽 men hold nu kæft med at syng 4-0 !!! @SilkeborgIF #SifLbk #sldk pic.twitter.com/lruNzFO1zO
— André Thomas Mikkelsen (@AndreMikkelsen) October 6, 2023