fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Læknir gefur góð ráð til að fækka pissuferðum á nóttunni

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er eitthvað meira pirrandi heldur en að vakna um miðja nótt til að hægja sinni blöðru? Hvað þá þegar það gerist ítrekað. Þetta er þó vandi sem margir þekkja og getur orðið sérstaklega leiðigjarn með hækkandi lífaldri, eða sökum ýmissa kvilla. En hvað ef það er til auðveld lausn til að svæfa blöðruna ögn lengur?

Þvagfæraskurðlæknirinn Edward Schaeffer hefur deilt nokkrum góðum ráðum fyrir karlmenn sem eiga í haltu mér slepptu mér sambandi við blöðrur sínar. Schaeffer er með sérhæfingu á sviði blöðruhálskrabbameins og kom fram í læknahlaðvarpinu Drive í vikunni.

„Mikið af þessu snýst um fræðslu og að breyta vananum. Þetta felst í því að fræða fólk um að það sem það innbyrðir það mun skila sér út, eins þá hugmynd að nýrun okkar eru hönnuð til að viðhalda vökvajafnvægi líkamans.“

Stundum sé það blöðruhálsinn sem þrýstir á blöðruna og þá verður mönnum mál. Þetta getur gerst þegar blöðruhálsinn bólgnar út fyrir einhverja ástæðu, en slíkt sé tilefni fyrir heimsókn til læknisins. En það séu þó fleiri ástæður sem auðveldara er að eiga við.

1 Ekkert þamb fyrir svefninn

Það er ekki bara magn vökvans sem þú drekkur fyrir svefninn sem hefur áhrif á hversu oft og mikið þú pissar. Það skiptir líka máli hvað þú drekkur og hvenær. Schaeffer útskýrir: „Margir koma til mín út af tíðu næturþvagláti, og mörg tilvik er hægt að leysa með einfaldri fræðslu, svo sem með því að segja: Hey ekki drekka vatnsglas rétt fyrir svefninn; Ef þú vaknar um miðja nótt því þú þarft að pissa, ekki þá drekka annað vatnsglas um leið og þú stendur upp til að fara á klósettið.“

Þetta fari læknirinn yfir með sjúklingum sínum og bendi þeim á að huga að því hvað þeir drekka og hvenær. Til dæmis sé koffín drykkur fyrir svefninn ekki góð hugmynd. Ekki bara út af örvandi áhrifum heldur út af því að koffín getur verið þvagræsandi, eða bókstaflega lætur þig framleiða meira þvag og pissa oftar.

„Ef þú drekkur eitthvað sem er þvagræsandi þá ertu að fara að búa til meira þvag og mun verða til þess að þú þarft á klósettið á innan við 2-4 tímum síðar.“

2 Ekkert áfengi fyrir svefninn

Djömmurum gæti þótt sárt að lesa þetta en Schaeffer segir að líkaminn framleiði tiltekin hormón sem hjálpar honum að halda í sér, svo sem að nóttu til, með því að segja líkamanum að slaka á vökvaframleiðslunni.

„Áfengi hefur áhrif á þetta hormón og þess vegna er það ávísun á að þurfa að pissa að nótti til og kemur þar tvennt til. Annars vegar var vökvi í áfenga drykknum, og hins vegar er þessi áhrif þess að stöðva myndun á þessu þvagstöðvandi hormóni. Þarna spilar bjórinn stórt hlutverk því þá ertu að drekka svo mikið magn af vökva.“

3 Hnésokkar

Schaeffer útskýrði að útvefjabjúgur, vökvasöfnun í fótunum, geti haft áhrif á þvaglát hjá öllum kynjum. Þegar við leggjumst til hvílu á nóttunni geti þessi vökvi lekið yfir í æðarýmið sem nýrun svo túlka sem aukningu á vökva. Þau fara því að vinna hörðum höndum að því að senda okkur á klósettið.

Í raun sé útvefjabjúgur ein helsta ástæðan fyrir tíðu þvagláti að nóttu til.

„Hér er hægt að grípa inn í með breyttum venjum og það felst í hnésokkum,“ segir læknirinn. Þegar hann fær til sín fólk á morgnanna og sér einkenni útvefjabjúgs á fótum þá mælir hann hiklaust með því að sofa í sérstökum þrýstings hnésokkum, en þeira draga úr bjúgmyndum. Fólk með bjúg á fótum sem vaknar um tvisvar á nóttunni til að pissa geti minnkað vesenið niður í eina ferð bara með því að nota sokkana og gæta að því hvað og hvenær það drekkur.

Schaeffer tekur fram að ofangreind ráð eigi þó ekki við alla, og ef þetta er orðinn þreytandi vandi þá sé best að ráðfæra sig við lækni. Sum lyfseðilsskyld lyf eru stundum með þá aukaverkun að vera þagræsandi, en eins geti verið fyrirferð í blöðrunni, bólga eða sýking. Eins má bæta við að stundum erum við hreinlega of mikil vanadýr, og kannski var til staðar ástand sem olli því tímabundið að við urðum að pissa á nóttunni en við það vandi líkaminn sig á þetta nýja fyrirkomulag. Eins gæti verið um svefnvanda að ræða, sem við óviljandi túlkum sem svo að við hljótum að vera að vakna því við þurfum að pissa.

Tíð þvaglát á nóttunni geta samkvæmt eins verið einkenni undirliggjandi heilsubrests á borð við sykursýki, kæfisvefn háþrýsting, hjartasjúkdóm, legsig, góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli og svona mætti áfram telja. Svo ef ofangreind ráð læknisins eiga ekki við, þ.e. ef ekki er um að ræða bjúg eða illa tímasetta og óheppilega drykki, þá er best að panta tíma hjá lækni. Svefn skiptir gífurlegu máli fyrir heilsu líkama og sálar. Blaðran okkar má því ekki komast upp með að ræna okkur nætursvefninum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart