Fyrir hverja þrennu sem Erling Haaland skorar þarf hann að rífa fram veskið því norski framherjinn er með reglu hvað hann gerir við boltana.
Haaland hefur raðað inn þrennum á ferli sínum og hefur reglulega skorað slíkar fyrir Manchester City.
Hann skiptir boltunum á milli heimila sína en hann á heimili á Englandi, Spáni og í heimalandinu.
„Ég geymi þá á þessum þremur stöðum;“ segir Haaland.
„Ég er með samning við mann sem sérhannar glerbox fyrir hvern bolta þar sem hann stendur í kassanum.“
„Ég á hvern einasta bolta og ég skrifa á þá dagsetningu og leikinn, svo ég gleymi þessu aldrei.“