Ásgrímur Geir Logason lærði leiklist við Rose Bruford-skólann í Lundúnum. Hann segir í Fókus, spjallþætti DV, að sú reynsla hafi verið dýrmæt og stundum ýtt honum vel út fyrir þægindarammann.
Ásgrímur, kallaður Ási, er maðurinn á bak við vinsælu hlaðvarpsþættina Betri helmingurinn. Hann hefur einnig sinnt ýmsum verkefnum í leiklistabransanum, leikstýrt og kennt. Hann segir í þættinum að námið í Lundúnum hafi verið skemmtilegt en það hafi komið fyrir að hann hafi verið þakklátur að þekkja engan þarna.
„Ég hugsaði oft […]: Mikið er ég glaður að vinir mínir eru ekki að horfa,“ segir hann hlæjandi.
Hann rifjar upp sérstaklega eftirminnilegt augnablik í skólanum í spilaranum hér að ofan.
Horfðu á þáttinn með Ásgrími í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ásgrími á Instagram og hlustaðu á Betri helminginn með Ása hér.