Í dag, föstudag, fer fram lokaumferðin í Bestu deild kvenna þar sem Valur tekur á móti Íslandsmeistaraskildinum. Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann. Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýjung að afhjúpa hvaða fjórir leikmenn voru efstir í kjörinu áður en lokaumferðin fer fram og ákveðið var að gera það einnig í ár. Hér að neðan má finna nöfn þeirra leikmanna sem voru efstir eftir að kosningu lauk (nöfn leikmanna eru í stafrófsröð). Öll verðlaunin verða afhent í aðdraganda leikja kvöldsins.
Besti leikmaður Bestu deildar kvenna (efstu fjórar)
Arna Sif Ásgrímsdóttir – Valur
Bryndís Arna Níelsdóttir – Valur
Katherine Amanda Cousins – Þróttur
Sandra María Jessen – Þór/KA
Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna (efstu fjórar)
Fanney Inga Birkisdóttir – Valur
Ísabella Sara Tryggvadóttir – Valur
Katla Tryggvadóttir – Þróttur
Sædís Rún Heiðarsdóttir – Stjarnan
Verðlaun til besta og efnilegasta leikmanns efstu deildar kvenna, „Flugleiðahornin“, voru fyrst afhent 1994. Þá var Katrín Jónsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn og Margrét Ólafsdóttir valin besti leikmaður deildarinnar.