Hann á tvö börn með fyrrverandi konu sinni og fannst honum tilhugsunin að hitta ekki börnin á hverjum degi skelfileg. En með tímanum lærði hann að meta þetta fyrirkomulag og nýta það til að vera betri faðir.
Ásgrímur er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.
Hann er með börnin sín aðra hvora viku, viku í senn. Það tók smá tíma að venjast þessu fyrirkomulagi.
„Fyrsta hugsunin var kannski það einmitt: Ómægod nú hitti ég ekki krakkana á hverjum degi. Það er svo mikil breyting. Maður er búinn að vera svo [verja svo miklum tíma með þeim og ] í þessu öllu og þetta er ótrúlega skrýtinn raunveruleiki. Ég hugsaði fyrst, rosalega dramatískur: Vá, ég er bara að missa af 50 prósent af ævinni þeirra,“ segir hann.
„Í rauninni er þetta þannig en svo heyrir maður í þeim á hverjum degi. Mér fannst það erfið tilhugsun til að byrja með. Síðan lærist þetta svolítið og svo kann maður að meta þetta þegar fram í sækir.“
Hann útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að ofan.
Horfðu á þáttinn með Ásgrími í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ásgrími á Instagram og hlustaðu á Betri helminginn með Ása hér.