fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Látúnsbarkinn dreginn fyrir dóm – Meintar geitafórnir í kynlífsathöfnum, grófar hótanir og kynferðisleg áreitni

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 13:23

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jason Derulo,“ syngur látúnsbarkinn Jason Derulo reglulega í lögum sínum, til að minna hlustendur á hver sé að syngja. Hann hefur notið gífurlegra vinsælda í rúman áratug og gefið út hvern slagarann á eftir öðrum. Hann hefur þar að auki getið sér gott orð á samfélagsmiðlum, þá einkum TikTok og hefur þar með heillað minnst tvær kynslóðir upp úr skónum.

Hann hefur verið þekktur fyrir grípandi lög, góðan húmor, skemmtilega framkomu og fyrir að minna reglulega á að hann er lærður í klassískum söng, þó svo að lög hans beri það ekki alltaf með sér. Það var því sláandi þegar tíðindi bárust í vikunni úr Hollywood að söngvarinn væri kominn í óvinsælan hóp sem hefur sópað til sín meðlimum á síðustu árum. Hóp þeirra ríku og frægu sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot.

Kona að nafni Emaza Gibson hefur nú stigið fram. Hún segir að henni hafi verið boðinn plötusamningur á vegum Derulo en þeim samningi hafi verið rift þegar hún neitaði að sofa hjá látúnsbarkanum. Hún hefur nú lagt fram formlega kæru fyrir dómstólum í Los Angeles þar sem hún segir söngvarann af meinfýsi hafa lofað henni frægð og frama, bara til að kippa teppinu síðan undan henni þegar hún hafnaði honum.

Heldur Emaza því fram að hér hafi verið um kynferðislega áreitni að ræða, samningsbrot, ógnanir og ofbeldi.

„Að vera kominn á þennan stað í lífinu er mjög átakanlegt. Ég glími við kvíða, ég er í losti og hef tekist á við ómannúðlegar vinnuaðstæður. Ég er kominn aftur á botninn og er allslaus.“

Emaza segir Derulo hafa boðið henni samning hjá útgáfufélagi sínu, Future History, í ágúst árið 2021. Þau hafi í kjölfarið unnið saman og hafi söngvarinn þá ítrekað lagt hart að henni að blanda geði við hann og gert kröfur um kynlíf í skiptum fyrir frama. Eitt sinn mun hann hafa tilkynnt henni að þess væri krafist að hún tæki þátt í kynferðislegri athöfn sem kallaðist „geitaskinn og hrúður“ – en athöfn sú var fólgin í því að fórna átti geit og taka inn kókaín. Í gegnum þetta hafi söngvarinn ausið yfir hana svívirðilegu magni af áfengi.

Lögmaður Emözu segir framkomu Derulo fyrirlitlega.

„Hann sveik ekki bara loforð og samninga, heldur voru hótanir um líkamsmeiðingar og siðlausar viðreynslur hans gagnvart þessari ungu konu, sem var að reyna að koma sér á framfæri í bransanum, algjörlega til skammar og þar að auki ólöglegar.“

Jason Derulo hefur tjáð sig um kæruna og segir engan fót fyrir ásökununum.

„Ég er á móti áreitni í allri sinni mynd og er og verð stuðningsmaður þeirra sem eru að eltast við drauma sína. Ég reyni hvað ég get að hafa jákvæð áhrif á umhverfi mitt, svo ærumeiðandi ásakanir sem þessar eru verulega móðgandi.“

Emaza fer fram á skaðabætur fyrir vangreidd laun, tekjutap sem og miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram