fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Inga Lind og Ásgeir Kolbeins skilja ekkert í fréttum af ræðu Áslaugar Örnu – „Þá verða þau bara að vera móðguð“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. október 2023 15:00

Ásgeir og Inga Lind vilja fréttir um það sem skiptir máli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlafólkið fyrrverandi Inga Lind Karlsdóttir og Ásgeir Kolbeinsson voru gestir Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir fréttir vikunnar.

Farið var nokkuð djúpt í umdeilda ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur á Sjávarútvegsdeginum í vikunni, en Áslaug hefur legið undir gagnrýni fyrir að skjóta býsna föstum skotum á samráðherra sinn, Svandísi Svavarsdóttur. Inga Lind og Ásgeir furða sig á fréttaflutningi af ræðunni og gagnrýnir Inga Lind „smelludólga“ á fréttamiðlum. Stóra fréttin í ræðu Áslaugar hafi snúið að nýjum tölum OECD.

Smelludólgar

„Þetta var flottur dagur, Sjávarútvegsdagurinn. Ég horfði á myndbandið og hún er með einhverja 25 mínútna ræðu um menntamál, nýsköpum og fullt af hlutum sem betur mega fara, sem dæmi þróun drengja í menntakerfinu,“ sagði Ásgeir þar til Inga Lind greip boltann.

„Ræðan hennar snerist að mestu leyti um það en einhverra hluta vegna hafa svona smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað þannig að fyrirsagnir voru í ósamræmi við innihald þess sem hún var að segja. Hún er þarna að segja að þar sem hún er ekki sjávarútvegsráðherra þá er hún ekki að fara tala um þau málefni á Sjávarútvegsdeginum heldur um nýsköpun og háskólamenntun og úr þessu er snúið algjörlega,“ sagði hún.

Heimir Karlsson þáttastjórnandi greip þá inn í og spurði hvort ræðan hennar hafi verið tekin úr samhengi.

Inga Lind sagði að fram hefði komið í ræðu Áslaugar að Ísland væri í 84. sæti á lista OECD þegar kemur að útskrifuðum konum og körlum úr verkfræði, tækni- og raunvísindum. Það dragi okkur niður í samkeppnishæfni. „Og þetta eru fréttir, þetta eru í rauninni fréttir vikunnar sem að fréttamönnum láðist að setja í fréttamiðlana sína […] Þetta eru sláandi tölur og hún er þarna að benda á að við megum ekki vera sofandi yfir því og gleyma okkur í málefnum dagsins, hver sem þau eru.“

Ásgeir tók þá við og sagði Áslaugu hafa sagt skemmtilega hluti varðandi nýsköpun. „Hvar eru hinar fréttirnar úr þessu?“ spurði hann.

Líkti Áslaugu Örnu við veislustjóra

Heimir sagði í kjölfarið að það sem Áslaug sagði liti nú út fyrir að vera býsna stórt og mikið skot á samráðherra í ríkisstjórn. Ásgeir líkti uppákomunni þá við veislustjórn á árshátíð.

„Nú hafið þið komið á árshátíð hérna, Stöðvar 2 og Vodafone og allt þetta í gegnum tíðina, og þú ert með veislustjóra. Það er ekki ólíklegt að veislustjórinn byrji á því að skjóta jafnvel á forstjórann eða eigendur fyrirtækisins og síðan snýr hann sér bara að einhverju öðru.“

Hinn stjórnandi Bítisins, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, spurði þá hvort þetta væri sambærilegt og svaraði Ásgeir því játandi. Fólk sem hefði verið samankomið á Sjávarútvegsdeginum hefði vafalítið hugsað að Áslaug myndi tala um sjávarútveginn.

„Fólk gerir svona ráð fyrir að fá einhverja mola en hún segir: Ég gæti talað um þetta, ég gæti talað um hitt, allt sem tengist Svandísi af því að það hafa verið hitamál síðustu vikur og mánuði en geri það ekki, fer ekkert inn í það. Segir bara að ég gæti gert það, en ég ætla bara að tala um það sem skiptir máli.“

Inga Lind greip þá boltann og sagði: „Sem eru nýjustu tölur OECD um menntun sem eru sláandi. […] Þetta finnst mér skipta meira máli heldur en að Áslaug hafi mögulega kannski verið að bauna á samráðherra sinn.“

Lilja Katrín benti á að VG-liðar hafi að minnsta kosti verið móðgaðir og var Inga Lind fljót að afgreiða það.

„Já, þá verða þeir bara að vera móðgaðir,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu