Það er stórleikur í enska boltanum á sunnudag þegar Manchester City heimsækir Arsenal, þessi lið voru að berjast um toppsætið á síðustu leiktíð.
Arsenal var framan af móti með fína forystu en það var Manchester City sem vann deildina nokkuð sannfærandi að lokum.
City er með mikið tak á Arenal og hefur unnið tólf leiki í röð í deildinni gegn Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá City en virðist eiga í vandræðum með að skáka gamla yfirmanninum.
Leikurinn á sunnudag fer fram á Emirates vellinum en Arsenal tapaði nokkuð óvænt gegn slöku Lens liði í Meistaradeildinni í vikunni.