fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Brúðgumi harðlega gagnrýndur – Sagður hafa niðurlægt brúðina með þessu athæfi

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 09:57

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðgumi sætir harðri gagnrýni og er sakaður um að hafa viljandi niðurlægt framtíðareiginkonu sína á brúðkaupsdaginn.

Myndband frá brúðkaupinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í því má sjá brúðhjónin standa saman við altarið, fyrir framan brúðkaupsgesti, og brúðguminn tekur blað upp úr vasanum. Á því stendur „HJÁLPIÐ MÉR“.

Brúðurin var augljóslega hissa og virtist vera miður sín. Hann sagði að þetta væri „bara grín.“

TikTok-notandinn @lifecoachshawn birti myndbandið og gagnrýndi manninn. Hún sagðist ekki skilja hvernig maður gæti gert konu þetta, konu sem hann segist elska, sem hann bað um að giftast sér og sem hann ætlar að lofa að elska og virða til æviloka. „En rétt áður en hann lofar því, þá vill hann niðurlægja hana. Hvað er málið?!“

Netverjar voru heldur ekki hrifnir af athæfi mannsins.

„Ég myndi skilja hann eftir við altarið,“ sagði annar.

„Að sjá hversu spennt hún er að heyra hvað hann hefur að segja, svo gerir hann þetta.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@lifecoachshawn Was this a harmless prank or public humiliation? #weddingpranks #weddingvows #datingadvice #datingtips @Shawnda ♬ original sound – Shawnda

Myndbandið er hluti af stærra samtali um hegðun brúðguma á brúðkaupsdaginn og – að því sem virðist vera – þörf þeirra að niðurlægja brúður sína.

Málið minnir einnig á brúðkaupsheit bandaríska parsins Michael og Destiny Lentini.

„Ég þarf aðeins tvo hluti til að vera hamingjusamur, fullan maga og tóm eistu.“ Svona hófust brúðkaupsheit hans.

Sjá einnig: Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“