Myndband frá brúðkaupinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í því má sjá brúðhjónin standa saman við altarið, fyrir framan brúðkaupsgesti, og brúðguminn tekur blað upp úr vasanum. Á því stendur „HJÁLPIÐ MÉR“.
Brúðurin var augljóslega hissa og virtist vera miður sín. Hann sagði að þetta væri „bara grín.“
TikTok-notandinn @lifecoachshawn birti myndbandið og gagnrýndi manninn. Hún sagðist ekki skilja hvernig maður gæti gert konu þetta, konu sem hann segist elska, sem hann bað um að giftast sér og sem hann ætlar að lofa að elska og virða til æviloka. „En rétt áður en hann lofar því, þá vill hann niðurlægja hana. Hvað er málið?!“
Netverjar voru heldur ekki hrifnir af athæfi mannsins.
„Ég myndi skilja hann eftir við altarið,“ sagði annar.
„Að sjá hversu spennt hún er að heyra hvað hann hefur að segja, svo gerir hann þetta.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@lifecoachshawn Was this a harmless prank or public humiliation? #weddingpranks #weddingvows #datingadvice #datingtips @Shawnda ♬ original sound – Shawnda
Myndbandið er hluti af stærra samtali um hegðun brúðguma á brúðkaupsdaginn og – að því sem virðist vera – þörf þeirra að niðurlægja brúður sína.
these men are literally tackling their brides down just to throw cake in their face! I would absolutely divorce someone after that! You’re not going humiliate me on my wedding especially when I asked you NOT to do that! https://t.co/82GN6wDS9V pic.twitter.com/SoKRP2QKVK
— Lover girl 💗 (@Fiyasohollywood) August 12, 2023
Málið minnir einnig á brúðkaupsheit bandaríska parsins Michael og Destiny Lentini.
„Ég þarf aðeins tvo hluti til að vera hamingjusamur, fullan maga og tóm eistu.“ Svona hófust brúðkaupsheit hans.
Sjá einnig: Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu