fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Handhafi friðarverðlauna Nóbels situr í fangelsi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. október 2023 10:07

Narges Mohammadi. Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska Nóbelsnefndin tilkynnti fyrir stuttu að c, 51 árs gömul kona frá Íran, fái friðarverðlaun Nóbels árið 2023.

Á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna segir að Narges Mohammadi fái verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu sína fyrir mannréttindum og frelsi til handa öllu fólki.

Nefndin segir að með því að veita Mohammadi verðlaunin sé jafnframt verið að minnast baráttu þeirra hundruða þúsunda sem á undanförnu ári hafi mótmælt mismunun og kúgun stjórnvalda í Íran í garð kvenna.

Í tilkynningu nefndarinnar segir um verðlaunahafann:

„Narges Mohammadi er kona, hún berst fyrir mannréttindum og frelsi. Hugdjörf barátta hennar fyrir tjáningarfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti hefur kostað hana sjálfa gríðarlega mikið. Alls hafa stjórnvöld í Íran handtekið hana 13 sinnum, sakfellt hana fimm sinnum og dæmt hana samtals í 31 árs fangelsi og til að hljóta 154 högg.

Narges Mohammadi er enn í fangelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“