fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Varpa ljósi á skilaboð sem hjónin sendu þegar björninn réðst á þau

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin sem létust þegar skógarbjörn réðst á þau í óbyggðum Kanada á dögunum  hétu Doug Inglis og Jenny Gusse. Þau voru bæði 62 ára og mjög vön útivist.

Hjónin voru í sjö daga gönguferð með hundinum sínum þegar björninn réðst á þau. Talið er að þau hafi verið að lesa inni í tjaldi þegar björninn réðst til atlögu og varð þeim öllum þremur að bana.

Í frétt Calgary Herald kemur fram að hjónin hafi verið í samskiptum við ættingja sína og haldið þeim upplýstum um ferðir sínar.

Blaðið ræddi við Colin Inglis, frænda Dougs, sem segir að síðdegis síðastliðinn föstudag hafi þau látið vita að þau væru aðeins seinna á ferðinni en þau ætluðu sér. Þau hefðu því ákveðið að tjalda nálægt Red Deer-ánni í Panther-dalnum í Banff-þjóðgarðinum.

Nokkrum tímum síðar segist Colin hafa fengið óhugnanleg skilaboð frá hjónunum sem gáfu til kynna að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Í skilaboðunum stóð einfaldlega: „Bear attack bad“

Colin hafði samband við þjóðgarðsverði og lögreglu og var leitarhópur ræstur út. Það var svo um klukkan tvö aðfaranótt laugardags að lík hjónanna fundust. Skammt frá fannst svo sjö ára border collie-hundur hjónanna sem mátti sín lítils gegn bjarndýrinu.

Hjónin virðast hafa verið við öllu búin og voru þau til dæmis með bjarnarsprey með sér. Einn tómur slíkur brúsi fannst á vettvangi en hann virðist ekki hafa dugað til gegn dýrinu.

Í frétt New York Post kemur fram að þjóðgarðsverðir hafi komið auga á bjarndýr skammt frá og líklega hafi verið um að ræða sama dýr og varð hjónunum að bana. Björninn, sem var enn árásargjarn, var skotinn og drapst hann af sárum sínum. Talið er að um hafi verið að ræða 25 ára kvendýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin