Íþróttavikan verður á dagskrá í kvöld á 433.is og sjónvarpi Símans en það er Patrik Atlason, einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi sem er gestur þáttarins þessa vikuna.
Prettyboitjokko hefur gefið út mörg ansi vinsæl lög síðustu mánuði en hann var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og ræðir feril sinn og lífið í þættinum.
Í þættinum er einnig farið yfir allar helstu fréttir vikunnar og rætt um íslenska landsliðið sem kemur saman eftir helgi.
Patrik fór að velta fyrir sér þjálfaramálum liðsins en Age Hareide er með samning út þessa undankeppni. „Ég held að það sé alveg hægt, maður er að hugsa um þessar þjálfararáðningar. Hvað er það besta í stöðunni,“ segir Patrik
„Mér finnst eins og Rúnar eigi eftir að taka við landsliðinu, hann á eftir að gera eitthvað,“ sagði Patrik og á þar við um Rúnar Kristinsson.
Patrik var einnig heitt í hamsi og fór að ræða Arnar Þór Viðarsson sem rekinn var snemma á árinu og segir að mistök hans hafi verið að fara í stríð við Albert Guðmundsson.
„Hvað gerir hann? Fer í stríð við Albert, eru hálfviti? Hann hélt að hann væri stærri en liðið, það eru leikmenn sem eru stjörnurnar. Þú ert bara þjálfari.“
„Arnar Viðars virkar á mig sem mesti trúður sem ég hef séð, hvernig hann ber sig í viðtölum. Alltaf í vörn, trúður sko.“
Ekki missa af Íþróttavikunni í kvöld.