fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Pútín telur að þetta hafi gerst þegar Prígósjín dó í dularfullu flugslysi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ekki rætt mikið um flugslysið sem varð fyrrverandi bandamanni hans, Jevgení Prígósjín, að bana í ágúst síðastliðnum.

Bandarísk leyniþjónustan – og fleiri sambærilegar stofnanir á Vesturlöndum – telja að Pútín hafi fyrirskipað morð á Prígósjín til að hefna fyrir misheppnaða uppreisn fyrrum leiðtoga Wagner-málaliðahópsins í sumar. Eru miklar líkur taldar á að sprengju hafi verið komið fyrir í vélinni.

Pútín tjáði sig um flugslysið, sem varð tíu manns að bana, á opnum fundi Valdai-hugveitunnar í Sochi í Rússlandi í vikunni. Sagði hann ýmislegt benda til þess að handsprengja hafi sprungið um borð í vélinni sem hafi að lokum grandað henni. Þannig hafi einhvers konar leyfar af handsprengjum fundist á líkum þeirra sem voru um borð.

Pútín ýjaði einnig að því að áfengi og fíkniefni hafi komið við sögu og tók sérstaklega fram að því miður hafi ekki verið kannað hvort farþegar vélarinnar hafi verið undir áhrifum þegar vélin hrapaði.

Wagner-hópurinn, undir forystu Prígósjín, gerði skammvinna uppreisn í júnímánuði. Náði hópurinn að leggja undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og hugðist hann sækja að Moskvu til að hrifsa völdin í landinu. Uppreisnin var kveðin niður nánast jafn skjótt og hún hófst en það var ekki án eftirmála fyrir Wagner-leiðtogann sem lést aðeins tveimur mánuðum síðar.

Pútín sagði á fundi hugveitunnar í vikunni að þó nokkrir fyrrverandi meðlimir Wagner-hópsins væru gengnir til liðs við rússneska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu