fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmi brugðið: „Þetta er gjörsamlega galið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, viðurkennir fúslega að honum hafi verið brugðið þegar hann fékk upplýsingar um að Samkeppniseftirlitið (SKE) fái einungis 582 milljónir króna til að reka stofnunina.

Vilhjálmur gerir málefni SKE að umtalsefni í pistli á Facebook-síðu sinni.

„Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum, ef ég skil þetta rétt, að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum.“

Óskiljanlegt

Hann segir að ekki þurfi að fara lengra aftur en í samráð skipafélaganna tveggja, Eimskips og Samskips, sem fjallað var um fyrir skemmstu. Hafi Samkeppniseftirlitið rétt fyrir sér sé um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framinn hefur verið hér á landi, segir hann.

„Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“

Sérhagsmunahópar hræðast stofnunina

Hann segir að stofnunin hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum og mikilvægt sé að allir viti að brot á samkeppnislögum bitnar á neytendum og heimilum landsins.

„Á sama tíma og stjórnvöld leggja til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu þá eru stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20% aukningu á fjárframlagi til Samkeppniseftirlitsins þar í landi. Meira segja vill Bandaríkjaforseti auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi.“

Vilhjálmur segir það blasa við að sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilji þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er enda hræðast þeir stofnunina. Í fákeppnislandi eins og Íslandi sé nauðsynlegt að hafa öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.

„Ég skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja SKE nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Aukið fjármagn til SKE skilar sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“