Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.
Stjarnan er að gera frábæra hluti í Bestu deild karla og er liðið búið að tryggja Evrópusæti fyrir næstu leiktíð. Liðið er ungt og afar spennandi.
„Ég held að eftir 1-2 ár geti Stjarnan unnið þetta. Það er milljón ungir strákar að koma upp þarna. Vonandi fara þeir bara ekki allir út,“ sagði Hrafnkell um Stjörnuna í þættinum.
„Það er hellingur og strákum þarna og það þarf bara að finna réttu mennina með þeim.“
Umræðan í heild er í spilaranum.