Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.
Elísabet Gunnarsdóttir er hætt sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir 15 ár í starfi.
„Hún er ekki bara búin að vera þjálfari þarna heldur líka að redda sponsurum og fleiru. Hún kom þessu félagi út úr gjaldþroti,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
Elísabet gerði frábæra hluti á tímanum í Kristianstad.
„Það er flottur árangur að vera alltaf í sænsku úrvalsdeildinni með þetta budget.“
Umræðan í heild er í spilaranum.