fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Patrik vandar gömlum félaga ekki kveðjurnar – „Mesti snillingur sem ég veit um í að stinga menn í bakið og koma sér langt“

433
Sunnudaginn 8. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.

Patrik æfði með Víkingi upp yngri flokkana og ætlaði sér alltaf að spila í meistaraflokki þar.

„Við 94 árgangurgurinn í Víkingi vorum frekar góðir. Þetta voru ég, Viktor Jónsson, Aron Elís, Davíð Atla og fleiri. Við erum að vinna öll þessi mót. Við áttum að fara saman upp í meistaraflokk, það var búið að selja okkur það þannig við vildum alltaf vera í Víkin,“ sagði Patrik.

Svo kom hins vegar upp staða sem varð til þess að Patrik neyddist til að fara frá Víkingi og þá hélt hann í FH. Milos Milojevic, sem í dag er þjálfari Al Wasl í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, kom inn í þjálfarateymi Víkings.

„Svo fer einhver smá skandall í gang. Ég var á öðru ári í 2. flokki og búinn að spila með Meistaraflokki bæði árin og frá því í 3. flokki, alltaf æft með meistaraflokki. Milos tekur við sem aðstoðarþjálfari í meistaraflokki og við náum ekki vel saman. Ég var of mikill gosi fyrir hann. Svo allt í einu kemst ég ekki í meistaraflokk. Samt var ég búinn að spila í efstu deild og átti heilt tímabil í 1. deild, allt í einu höfðu þeir ekki not fyrir mig á elsta ári í 2. flokki.

Óli Þórðar var með mig á öðru árinu í 2. flokki og notaði mig mikið. Svo var Milos búinn að rotta sig inn í aðstoðarþjálfarastarfið eins og hann er svo góður í. Hrós á þennan gæja bara. Þetta er mesti snillingur sem ég veit um í að stinga menn í bakið og koma sér langt.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
Hide picture