Átta leikjum lauk nú fyrir stuttu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Liverpool tók á móti belgíska liðinu Union Saint Gilloise og vann fremur þægilegan sigur. Ryan Gravenberch kom þeim yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 44. mínútu og Diogo Jota bætti við marki í uppbótartíma.
Liverpool er með 6 stig eftir tvo leiki, 2 stigum á undan Toulouse sem vann LASK 1-0 í kvöld.
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma unnu þá afar þægilegan 4-0 sigur á Servette. Andrea Belotti gerði tvö mörk en Romelu Lukaku og Lorenzo Pellegrini komust einnig á blað.
Roma er með fullt hús í H-riðli sem og Slavia Prag.
Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.
Liverpool 2-0 Union Saint Gilloise
Toulouse 1-0 LASK
Maccabi Hafia 0-0 Panathinaikos
Villarreal 1-0 Rennes
Roma 4-0 Servette
Slavia Prag 6-0 Sheriff
Hacken 0-1 Quarabag
Molde 1-2 Leverkusen