Ryan Gravenberch er kominn á blað fyrir Liverpool en hann skoraði í leik liðsins gegn Union Saint Gilloise sem nú stendur yfir.
Liðin eigast við í Evrópudeildinni og er seinni hálfleikur nýhafinn.
Liverpool leiðir 1-0 með marki Gravenberch.
Markið gerði Gravenberch eftir slæm mistök markvarðar Union Saint Gilloise.
Sem fyrr segir var þetta fyrsta mark hans frá Liverpool frá komunni frá Bayern Munchen í sumar.