fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hákarlar lifðu í tjörn á golfvelli í 20 ár – Síðan hurfu þeir skyndilega

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæp 20 ár lifðu nokkrir strandháfar í tjörn á golfvelli í Ástralíu en dag einn voru þeir horfnir. Nú eru vísindamenn að reyna að átta sig á hvernig stendur á því að þeir hurfu skyndilega.

Það var árið 1996 sem fólk tók eftir að sandháfar voru í tjörn á Carbrook golfvellinum, sem er vestan við Brisbane. Hann liggur við hlið tveggja áa, Logan og Albert.

Fjallað er um þetta undarlega mál í rannsókn sem var birt nýlega í Marine and Fishery Scineces chronicles.

Fram kemur að sandháfar séu óvenjulegir að því leyti að þeir geta lifað í saltvatni og ferskvatni. Þeir halda því oft til í ám. Yfirleitt halda þeir sig bara tímabundið í ám en dæmi eru um að þeir hafi verið í ferskvatni í töluverðan tíma og þrifist ágætlega.

Talið er að hákarlarnir hafi borist í tjörnina þegar árnar tvær flæddu yfir bakka sína en stundum gerist það á sumrin að öflug regnveður ganga yfir og árnar flæða yfir bakka sína. Golfvöllurinn er um 10 km frá ströndinni og því halda hákarlar oft til í ánum.

Tjörnin myndaðist í gamalli sandnámu einhvern tímann á árunum 1991 til 1996. Á þeim tíma flæddu árnar þrisvar sinnum yfir bakka sína og bárust hákarlarnir með vatnselgnum. Þegar dró úr flóðunum, sátu þeir eftir fastir í tjörninni.

Tjörnin er um 700 metrar á lengd og 380 metrar á dýpt. Engin formleg talning var gerð á fjölda hákarla í henni en þeir sáust oft, komu oft nærri bakkanum. Stjórnendur golfvallarins voru ánægðir með að hafa þá í tjörninni og hákarlarnir voru gerðir að lukkudýri golfvallarins.

Þeir voru líklega mjög ungir þegar þeir bárust í tjörnina en þrifust ágætlega í tjörninni og urðu um 3 metrar á lengd. Talið er að þeir hafi haft viðurværi af nokkrum fiskitegundum sem hafi borist í tjörnina á sama tíma og þeir.

Síðast sáust hákarlar í tjörninni 2015. Flóð tveimur árum áður gæti hafa gert sumum þeirra kleift að komast út í árnar á nýjan leik. Vísindamenn telja að þeir sem eftir urðu hafi síðan drepist. Talið er að engir hákarlar séu lengur í tjörninni.

Þetta mál sýnir hæfileika þessara fornu rándýra til að laga sig að nýjum aðstæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?