fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Blikar enn án stiga eftir fyrstu tvo leikina

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. október 2023 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Zorya Luhansk í fyrsta heimaleik íslensks karlaliðs í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Laugardalsvelli.

Blikar höfðu tapað fyrsta leik riðilsins gegn Maccabi Tel Aviv 3-2 en sýndu þar flotta frammistöðu.

Leikurinn í dag var nokkuð jafn en einar mark hans gerði Igor Gorbach fyrir Zorya á 35. mínútu.

Blikar reyndu hvað þeir gátu að finna jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki.

Breiðablik er án stiga í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Gent er á toppnum með 4 stig, sem og Zorya sem er í öðru sæti. Þar á eftir kemur Maccabi með 3 stig.

Sjö leikir voru spilaðir í Sambandsdeildinni á sama tíma. Hákon Arnar Haraldsson spilaði til að mynda allan leikinn fyrir Lille sem missteig sig heldur betur í Færeyjum og gerði markalaust jafntefli við KÍ Klaksvík.

A-riðill

KÍ Klaksvík 0-0 Lille
Ljubljana 0-1 Slovan Bratislava

B-riðill

Breiðablik 0-1 Zorya Luhansk
Gent 2-0 Maccabi Tel Aviv

C-riðill

Balkani 2-0 Dinamo Zagreb
Astana 1-2 Viktoria Plzen

D-riðill

Besiktas 2-3 Lugano
Bodo/Glimt 0-1 Club Brugge

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“