Sjónaukinn fann þessar vetrarbrautir í fortíðinni eða fyrir 10 milljörðum ára. Á þeim tíma er talið að ofsafengnir atburðir hafi átt sér stað í alheiminum þar sem vetrarbrautir runnu saman. Var talið að þetta hafi valdið því að viðkvæmar vetrarbrautir, svipaðar Vetrarbrautinni okkar, ættu ekki að geta verið til.
Þessi uppgötvun styður aðrar uppgötvanir sjónaukans sem auka enn frekar á ráðgátuna um hvernig stórar vetrarbrautir, og þar með hugsanlega möguleikar á lífi, mynduðust fyrst.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu The Astrophysical Journal að sögn Live Science.
Leonardo Ferreira, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í yfirlýsingu að í rúmlega 30 ár hafi verið talið að disklaga vetrarbrautir hafi verið mjög sjaldgæfar á árdögum alheimsins vegna þeirra ofsafengnu atburða sem áttu sér stað hjá vetrarbrautum.