fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Forn sprengistjarna gæti hjálpað til við að leysa eitt af stærstu leyndarmálum alheimsins

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 13:00

Sprengistjarna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með James Webb geimsjónauka Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafa vísindamenn fundið fjarlæga sprengistjörnu en hún birtist þrisvar á sömu myndinni. Þessi uppgötvun gæti komið að gagni við að leysa eina af stærstu ráðgátum alheimsins.

Live Science segir að sjaldgæf, sprengistjarna, sem birtist þrisvar á einni mynd, geti hjálpað vísindamönnum við að leysa gamla ráðgátu um ósamræmi í alheiminum.

Sprengistjarnan, sem nefnist SN H0pe, uppgötvaðist fyrst á myndum sem voru teknar með James Webb sjónaukanum í mars. Á þessum myndum sést stjarnan eins og bogi af appelsínugulu ljósi með þrjá bjarta bletti sem umkringja stjörnuþoku þyrpinguna PLCK G165.7+67.0 (G165), sem er um 4,5 milljarða ljósára frá jörðinni.

Ljósboginn er afleiðing þyngdaraflslinsu, áhrifa sem gætir þegar ljós frá fjarlægum hlut, eins og sprengistjörnu, fer í gegnum tímarúm sem hefur aflagast vegna massífs hlutar í forgrunni, til dæmis stórrar vetrarbrautar, sem er á milli hins fjarlæga hlutar og vísindamanns sem er að rannsaka hlutinn. Þetta virkar einnig eins og stækkunargler og stækkar hlutinn og gerir vísindamönnum auðveldara fyrir að rannsaka hann.

Í grein, sem birtist nýlega á vef BigThink.com, segir Ethan Siegel, stjarneðlisfræðingur og vísindafræðari, að hugsanlega geti SN H0pe hjálpað til við að leysa ákveðna ráðgátu um ósamræmi í alheiminum. Þetta ósamræmi snýst um útþenslu alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad