fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Fyrrum flugfreyja segist hafa hatað hverja sekúndu í vinnunni

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. október 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyja sem starfaði að eigin sögn hjá stóru flugfélagi í sex ár segist starfið hafa verið langt frá því að vera glæsilegt og hún hafi í raun „hatað hverja einustu sekúndu“ í vinnunni. 

Flugfreyjustarfið hefur í áratugi verið talið draumi líkast, og sérstaklega fyrr á árum þegar ferðalög voru ekki jafn algeng og í dag. Í starfi geta jú flugfreyjur ferðast vítt og breitt um heiminn og oft nýtt tímann til að sjá staði sem eru (voru) ekki á færi allra, og það á launum.

Kat Kamalani segir í myndbandi á TikTok að maður þurfi að starfa hjá flugfélagi í langan tíma áður en maður fer að fá einhvern ávinning af starfinu.

@katkamalaniI spill my feelings/secrets about being a flight attendant for six years. Traveling the world with so much fun, but it comes at a cost and not to mention you don’t ever have a routine or schedule That’s the same.♬ original sound – Kat Kamalani

„Allt líf þitt veltur á starfsaldri – og það sem ég á við með því er, þegar þú færð ráðningu, þá er byrjar starfsaldur þinn að telja og hann ræður öllu,“ sagði hún. „Hann ræður því hvaða flugvél þú flýgur með, hvaða frídaga þú ert að fljúga, hvort þú átt frí um helgar, hvort þú getur fengið frí á ákveðnum dögum.

Starfsaldurinn skiptir líka máli þegar þú ætlar að ferðast sjálfur. Hjá mínu flugfélagi geta starfsenn bókað sig í svokölluð biðsæti, sem þýðir að ef það eru auð sæti í flugvélinni geturðu flogið með miðað við starfsaldur þinn. Og ég myndi segja að nýr í starfi sé talið að minnsta kosti fimm ára starfsreynsla eða minna.“

Kamalani segir að það hafi líka verið erfitt ferli að teljast hæfur til að geta unnið um borð.

„Þjálfunin er svo mikil,“ útskýrði hún. „Ég þurfti að vera í þjálfun í tvo mánuði. Þetta var sex daga vikunnar, 15 klukkustundir á dag. Þú tekur milljón mismunandi gerðir af prófum og ef þú stenst ekki próf lágmark 80%, þá reka þau þig úr þjálfuninni.“

Kamalani nefnir einnig samskipti við farþegana. Þar sem mikið af starfinu felst í því að umgangast fólk, þá verður flugfreyja að geta tekist á við ýmsar tilfinningar.

„Fólk heldur að flugfreyjur séu bara þarna til að færa fólki drykk iog mat, sem við gerum, en við erum þarna fyrst og fremst fyrir öryggi þitt. Sumir eru að ferðast á erfiðustu tímum lífs síns. Fólk er svefnlaust, það er að ferðast í neyðartilvikum eða vegna jarðarfarar. Fólk er oft í sínu versta formi þegar það flýgur og hver þarf að eiga við það þá?“

Hún segir að vissulega séu margar flugfreyjur sem fái að heimsækja borgir víða um heim, en flestar séu að vinna við allt að þrjú flug á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram