Það eru líkur á að Jerome Boateng sé að snúa aftur til Bayern Munchen en það er þó ekki pottþétt.
Hinn 35 ára gamli Boateng er án félags en hefur æft með Bayern undanfarið.
Félagið er í vandræðum með miðvarðastöðuna en Matthijs de Ligt og Tarek Buchmann eru meiddir.
Bayern íhugar því að semja við Boateng sem yfirgaf félagið 2021 eftir tíu ár þar. Þá fór hann til Lyon en varð svo samningslaus í sumar.
Boateng er sagður hafa heillað á æfingum en ákvörðun um hvort eigi að semja við hann á ný liggur líklega fyrir á morgun.
ℹ️ As reported this morning the Bayern bosses are leaning towards signing Jerome #Boateng. But there are still concerns.
➡️ Final decision is expected tomorrow
➡️ He has made a good impression in training so far; bosses impressed about his fitness level.However, the club is… pic.twitter.com/BvcspRNmhH
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 5, 2023