fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fundu elsta þekkta tréverkið gert af fólki

Pressan
Sunnudaginn 22. október 2023 07:30

Þetta er ansi merkur fundur. Mynd:Professor Larry Barham, University of Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Sambíu fundust elstu þekktu tréverkin gerð af fólki. Þetta eru tveir trjádrumbar gerðir af forfeðrum okkar. Þeir fundust á botni Kalambo árinnar. Talið er að drumbarnir séu 476.000 ára.

Þetta þýðir að forfeður tegundarinnar okkar, Homo sapiens, hafa kunnað til verka og unnið tré.

Live Science segir að fornleifafræðingar hafi fundið trjádrumbana við Kalambo Falls, við Lake Tanganyika í norðurhluta Sambíu. Fornleifafræðingar hafa rannsakað þetta svæði síðan á sjötta áratugnum.

Áður höfðu steinverkfæri og viðarhlutir fundist. Munir sem hafa hjálpað vísindamönnum að skilja þróun manna og menningu þeirra í mörg hundruð þúsund ár.

Ný greining á fimm trjádrumbum bendir til að búseta þar hafi hafist mun fyrr en áður var talið og veitir innsýn í hugarheim forfeðra tegundarinnar okkar.

Í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature, skýra vísindamenn frá tréhlutunum sem þeir hafa fundið, þar á meðal tveimur sem fundust ásamt steinverkfærum og öðrum hlutum úr tré.

Aldursgreining á þessum tréhlutum sýnir að þeir tveir elstu eru 476.000 ára. Þetta eru því elstu þekktu tréhlutirnir sem menn hafa gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður