fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hjón handtekin fyrir að selja margay og tilraun til að selja jagúar

Pressan
Föstudaginn 6. október 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Flickr/bansheed

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru hjónin Rafael Gutierrez-Galvan, 29 ára, og Deyanira Garza, 28 ára, færð fyrir dómara í Texas en þau eru grunuð um að hafa selt margay, sem er smávaxið amerískt rándýr af kattaætt, og fyrir að reyna að selja jagúarunga.

Jagúar er tegund í útrýmingarhættu og margay er nálægt því að vera flokkuð sem tegund í útrýmingarhættu.

Sky News segir að Rafael sé grunaður um að hafa selt manni einum margayunga í ágúst og hafi fengið 7.500 dollara fyrir. Í september ætlaði hann síðan að selja sama manni jagúarunga.

Kaupandinn er sagður hafa fengið eiginkonu sína til að koma með reiðufé til bílastæðis við íþróttaleikvang. Hún var stöðvuð af lögreglunni á leið þangað og sáu lögreglumenn þá peningana sem hún hafði meðferðis og þannig komst upp um málið.

Margay er lítið rándýr af kattaætt og eru heimkynni tegundarinnar í Mið- og Suður-Ameríku. Hún er talin vera nærri því að vera í útrýmingarhættu.

Hin tegundin, jagúar, er hins vegar á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu.

Bæði dýrin eru nú í vörslu yfirvalda.

Ef hjónin verða fundin sek um sölu dýranna eiga þau allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á 20.000 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum