En á þessum aldarfjórðungi hefur margt breyst og þar á meðal Netflix sem er orðin streymisveita og frá og með síðasta föstudegi er hægt að segja með sanni að Netflix sé eingöngu streymisveita því þann dag fékk síðasti bandaríski viðskiptavinurinn DVD með póstinum. Eftir það var útleigu DVD hætt.
Í upphafi var viðskiptamódel Netflix að viðskiptavinir fóru inn á netflix.com og pöntuðu þær myndir sem þeir vildu gjarnan sjá. Netflix sendi þeim síðan myndirnar á DVD ásamt umslagi til að senda þær aftur til baka.
Þetta var auðvitað auðvelt og þægilegt en nú hefur þetta viðskiptamódel beðið lægri hlut fyrir streymisveituhluta Netflix og auðvitað hinum keppinautunum á markaðnum, til dæmis Disney+, HBO Max og Apple TV+.
Netflix birti myndband á föstudaginn þar sem þessara tímamóta er minnst.
Í heildina voru 5,2 milljarðar DVD-diska sendir með pósti á þessum 25 árum. Fyrsta myndin sem var send út var „Beetlejuice“ en það gerðist 10. mars 1998.
Flestar útleigur á einum degi áttu sér stað 2011 þegar 4,9 milljónir mynda voru sendar til viðskiptavina. Þetta sama ár náði fjöldi viðskiptavina hámarki en þeir voru þá 20 milljónir. Þá voru fjögur ár síðan streymisþjónustan var kynnt til sögunnar.